er borðspil þar sem leikmenn fara í hlutverk sundlauga gesta austur á héraði.

Sundlauga gestir standa frammi fyrir þeirri krefjandi áskorun að komast að því

hver kúkaði í sundlaugina þeirra.

Þú gerir það með því að:

- draga þér spjöld til að fá upplýsingar um hvað er að finna í mismunandi laugum sundlaugarinnar

- rökræða við aðra leikmenn milli umferða.

- átta þig á hver vina þina er lygari / lorturinn í lauginni

Þetta hljómar frekar einfalt og auðvelt en því miður eru tveir sem vinna gegn því að þú

finnir lortinn í lauginni. Hver umferð byggir því á rökræðum, ráðabruggi og röggsemi þar

sem kúkalabbar reyna að ráðskast með góðu sundlaugagestina sem í einfeldni sinni vilja

finna lortinn í lauginni.

Lortur í lauginni 

Saga leiksins

Hönnunin á Lortur í lauginni hófst í febrúar árið 2019 og á sér því ekki langa sögu. Höfundi langaði til að gera blekkingarspil sem er kómískt, snýst ekki um að drepa og hefur íslenskan blæ.

 

Eftir vangaveltur um hvað slíkur leikur gæti snúist um kom hugmyndin að þemanu auðvitað í sundi þegar eitthvað óvænt gerðist.